Afhending pantana

Upplýsingar varðandi afhendingu pantana 

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, ef varan er til á lager. Ef til þess kemur að varan sé ekki til á lager, þá mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. 

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Minitrend ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Tjónið er á ábyrgð kaupanda ef varan týnist í pósti eða verður fyrir tjóni. Kaupandi ber einnig ábyrgð á því að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun. 

Fyrir vöru sem er til á lager þá er tími frá pöntun til afhendingar venjulega 2-4 virkir dagar. 

Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Minitrend ehf áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara, hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun og hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Sendingarkostnaður innanlands er 790 fyrir pakka á næsta pósthús eða í póstbox og 990 kr fyrir pakka heim að dyrum. Frí heimsending gildir þegar verslað er fyrir meira en 12.000 kr.

Athugið að við bjóðum ekki upp á það að pantanir séu sóttar til okkar í júlí og ágúst 2021 vegna sumarleyfa. Það er því aðeins í boði að fá pantanir sendar með pósti á þessu tiltekna tímabili. 
    Sale

    Unavailable

    Sold Out